Framhaldsskóli Mosfellsbæ
2010
Samkeppnistillaga
Á PDF formi:
FMOS_greinagerd_GlamaKim FMOS_plansar_GlamaKim (1,1MB)
FMOS_greinagerd_GlamaKim (1,1MB)
Við mótun þessarar tillögu höfðu höfundar eftirfarandi atriði að leiðarljósi:
- Að skapa fallegar og hentugar byggingar utan um kröftugt skólasamfélag.
- Að skapa áhrifarík og aðlaðandi rými með góðum innbyrðis tengslum og flæðandi birtu.
- Að skapa sveigjanlegar byggingar sem mæta núverandi kröfum og geta lagað sig að framtíðarvexti og flróun skólasamfélagsins.
- Að byggingarnar endurspegli á jákvæðan hátt byggingarlist samtímans.
- Að byggingarnar myndi skjólgóð rými til útivistar, hvíldar og leiks.
- Að leggja áherslu á umhverfisvæna hönnun við val á byggingaraðferðum, byggingarefnum og tæknikerfum.
Byggðin í Mosfellsbæ liggur að jaðri heiða og fjalla. Návígið við náttúruna er helsta einkenni og aðdráttarafl sveitarfélagsins. Andstæður frjálsra náttúruforma og manngerðra hluta endurspeglast í miðbænum, þar sem beinar línur bæjarskipulagsins mæta lítt snortnum klapparholtum. Skólabyggingarnar eiga aðendurspegla þetta tvennt jafnt í formi sem hugsun. Byggingar skólans liggja að Háholti og taka þátt í að móta göturýmið og byggingakjarna miðbæjarins.
Grunnform aðalbyggingarinnar er einfalt og strangt, með steinsteypuáferð á veggjum. Byggingin gengur inn í landið þannig að önnur hæð hennar verður í landhæð að sunnan og opnast þar út í klettaholtið og mön í framhaldi af því.
Salurinn, sem stendur nær götu vestan við aðalbygginguna, hefur frjálsara form. Hann er hugsaður skorinn innan úr aðalbyggingunni og fluttur út fyrir. Við það myndast miðgarður sem verður hjarta byggingarinnar, kennslustofa og útivistarrými undir berum himni. Að honum liggja opin og sveigjanleg rými skólastarfsins ásamt móttöku skólans og aðstöðu kennara. Miðja garðsins er mótuð í lága setstalla til að styrkja rýmið og notkun þess. Úti fyrir salnum á suðurhlið eru skyggni og verönd við hús og suð-vestlægur garður. Í fyllingu tímans verður byggt við húsið vestan þessa garðs, með glerjaða hlið að honum. Þá verður skyggnið þak í tengigangi. Salurinn mun áfram tengjast garðinum beint, gegnum glerjaðan ganginn.
Bílastæði eru undir aðalbyggingunni og það sem á vantar vestan salarins meðfram Háholtinu. Bílastæði verða undir seinni tíma viðbyggingu. Í miðgarði, stöllum og umhvefis húsið eru hellulagnir og hart yfirborð. Trjágróður er markvisst notaður til afmörkunar lóðar og áherslu á rýmissköpun utanhúss og í miðgarði.
_ _ _
Secondary Grammar School Mosfellsbær
2010
Competition entry