Einbýlishús í Fossvogi
2005
Viðbyggingar, endurbætur, breytingar á innra fyrirkomulagi og innanhússhönnun
Húsið var teiknað af Guðmundi Kr. Kristinssyni árið 1968 . Húsið tekið í gegn og endurnýjað frá grunni. Það var gert með natni og alúð og af trúnaði við þá hugmynda- og formfræði sem lá til grundvallar þegar Guðmundur Kr. teiknaði það.
Byggðar voru litlar viðbyggingar við húsið á þremur stöðum og innra fyrirkomlagi þess breytt og það aðlagað þörfum eiganda. Með þessum viðaukum fékkst betri nýting á svefnherbergisálmu, sjónvarpshol, eldhús og skrifstofu. Húsið var aðlagað þörfum nútímafjölskyldu með 4 börn en jafnframt var það mikilvægt eigendum að húsið væri rammi utan um samtímalistaverkasafn þeirra. Arkitektar voru einnig til ráðgjafar um val og innkaup á húsgögnum. Allar innréttingar hússins voru endurnýjaðar, stofa var opnuð meira út í garðinn, með stórum gluggum í anda hússins og þak var endurnýjað.
Ljósmyndir: © Nanne Springer
_ _ _
Single family house in Fossvogur.
2005
Renovation and alterations on exterior, interior retrofit and adaption
A mid 1960´s villa by architect Guðmundur Kr. Kristinsson needed renovation and repair. The original house was a prime example of late modern architecture in Reykjavik. The project encompassed exterior renovations and retrofitting executed with respect to the high quality typical of Guðmundur´s design.
The interior was completely renovated with small additions to the family wing of the house. Owners wished for an understated and refined interior which would act as neutral background to their art collection of modern Icelandic artists.
Photographs: © Nanne Springer