Stækkun fræðslumiðstöðvarinnar á Hakinu / Visitor Center at Þingvellir – extension

Gestastofa Þjóðgarðsins á Þingvöllum á Hakinu
2002 – 1. Áfangi
2018 – 2. Áfangi

Fræðslumiðstöðin við Hakið á Þingvöllum fellur á hógværan hátt að staðnum. Hún mótar afgerandi rými við aðkomu gesta að Hakinu og er ætlað að vera látlaus umgjörð sýningar um sögu og náttúru staðarins. Þingvellir skipa sérstakan sess í huga íslensku þjóðarinnar, samofnir sögu hennar og draumum. Sköpunarsaga landsins birtist með skýrum hætti í náttúru svæðisins. Fyrsti áfangi gestastofunnar (um180 m2 hús  hús var reist árið 2002 eftir teikningum Glámu-Kíms. Við stækkun gestastofunnar var núverandi bygging endurinnréttuð sem kaffistofa fyrir gesti. Viðbygging fræðslumiðstöðvarinnar mun þjóna hlutverki sýningar- og kvikmyndasals, kennslustofu, fundarherbergis og skrifstofu starfsmanna. Við stækkun gestastofunnar var lögð áhersla á að eldra húsið héldi stöðu sinni sem kennimerki staðarins.
Samhliða opnun viðbyggingarinnar var opnuð ný og endurbætt sýning um Þingvelli sem unnin var í nánu samstarfi við Gagarín. Á sýningunni er notast við gagnvirkar miðlunarleiðir. Gestir geta fræðst um náttúruna á Þingvöllum og mikilvægi staðarins í gegnum Íslandssöguna á áhugaverðan og skemmtilegan hátt.

Nánari upplýsingar um sýninguna má finna á heimasíðu Gagaríns:
http://gagarin.is/work/heart_of_iceland/

Samstarfsaðilar: Gagarín, Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir sýningarhönnuður, Páll Ragnarsson lýsingarhönnuður, Origo hf, Mannvit og Landslag ehf.

Ljósmyndir: © Nanne Springer

Ljósmyndir: © Gagarín