Háskólabíó við Hagatorg

Háskólabíó við Hagatorg
2007 – 2020

Aðalbygging Háskólabíós við Hagatorg var byggð eftir teikningum arkitektanna Gunnlaugs Halldórssonar og Guðmundar Kr. Kristinssonar. Teikningarnar eru dagsettar í maí 1959.

Gláma – Kím annaðist ýmis endurgerðar- og breytingarverkefni innandyra á árunum 2007 – 2020. Aðstöðu sviðslistamanna (undir aðalsviði)var breytt, snyrtingar gesta aðalsalar voru endurgerðar, ný miðasala var hönnuð, bakvegg aðal-bíósalar var breytt, ásamt ýmsu öðru smálegu.

Gláma – Kím annaðist jafnframt breytingu á einum bíósal viðbyggingar Háskólabíós (arkitektar Guðmundur Kr. Kristinsson og Ferdinand Alfreðsson – teikning dagsett 1986) sem í dag er nýttur sem opið hóp-kennslurými. Breytingin er frá 2020.

Ljósmyndir: © Nanne Springer