Endurgerð Gömlubúðar á Höfn / Renovation of the old main store

Gamlabúð, endurgerð
2013

Húsið var byggð árið 1864 og stóð þá við Papós í Lóni en eftir að verslun lagðist þar af var húsið flutt til Hafnar 1897 og kallað Gamlabúð. Þá var húsinu fundinn staður við Hafnarvík, í nágrenni Pakkhúss og Kaupmannshússins. Gamlabúð var aðal verslunarhúsið á Höfn frá upphafi byggðar til ársins1937. Árið 1977 var Gamlabúð flutt á nýjan leik og var húsinu fundinn staður við Sílavík. Árið 1980 opnaði sýning Byggðasafnsins í húsinu. Lesa má nánar um sögu hússins á vef Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar.

Gláma•Kím arkitektar komu að flutningi hússins, á upprunanlegan stað, við hlið Pakkhússins á hafnarsvæði Hafnar í Hornarfirði og húsið var gert upp. Húsið var vígt eftir endurgerð árið 2013 og hýsir nú gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs.

_ _ _

Gamlabúð, renovation
2013

Renovation of the old main store of Höfn í Hornafjörður.