Deiliskipulag fyrir Jökulsárlón / Glacier Lagoon site plan

Deiliskipulag fyrir Jökulsárlón
2013

Deiliskipulagssvæði er uþb. 50 ha. spilda á austurbakka Jökulsárlóns á Breiðamerkursandi, við útfall Jökulsár úr Lóninu, milli þjóðvegar og bakka lónsins, norðan þjónustuhús sem byggt var árið 1991 og tilheyrandi bílastæðis á bakka lónsins. Deiliskipulagssvæðið er huti jarðarinnar Fells.

Aðstæður
Jökulsárlón á Breiðamerkursandi er meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi. Síðustu ár munu um 250.000 ferðamenn hafa sótt staðinn árlega og ætla má að gestum fjölgi á komandi árum. Viðbúnaður vegna móttöku ferðamanna á Breiðamerkursandi er lítill, og ekki í neinu samræmi við gestafjöldann. Þessa sér orðið stað á umhverfinu, akstur utan vega er stundaður í miklum mæli, og augljós skortur er á skipulögðum bílastæðum og áningarstöðum með merkingum og upplýsingum, snyrtingum og sorpílátum.
Flestir ferðamannanna stoppa við útfall Jökulsár – beggja vegna. Í þjónustuhúsi á austurbakka er starfrækt þjónusta við ferðamenn með áherslu á bátaferðir út á Lónið. Mikil þörf er á bættri og breyttri aðstöðu til móttöku ferðamanna við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Nýtt deiliskipulag er nauðsynlegur undanfari slíkra breytinga.

Tilgangur
Tilgangur deiliskipulagsins er að skilgreina ramma um mannvirkjagerð og aðgerðir svo hægt verði að taka á móti vaxandi fjölda ferðamanna án fless að spilla svæðinu.Nauðsynlegt er að byggja upp þjónustu með áherslu á fræðslu – til að þróa ferðaþjónustu með heildarhagsmuni svæðisins og sveitarfélagsins og til að stuðla að framgangi markmiða um náttúruvernd. Þarfagreining til grundvallar deiliskipulaginu er ekki nákvæm. Þörf fyrir bílastæði er metin út frá reynslu af núverandi aðstæðum. Byggingarheimildir fyrir þjónustuhús fyrir ferðamenn eiga að svara fjölbreyttri þörf sem mun bera að í misstórum áföngum með ófyrirséðum hraða, en landeigendur austan ár óska þess að geta byggt mannvirki til að hýsa ferðaþjónustu fyrir daggesti við lónið.

Helstu markmið deiliskipulagsins
Helstu viðfangsefni og markmið sem unnið verður að við gerð skipulagsins eru :
• Afmörkun bílastæða og bílaumferðar.
• Afmörkun byggingarreita og skilgreining byggingarheimilda fyrir þær þjónustubyggingar sem nauðsynlegt og æskilegt verður talið að byggja.
• Helstu gönguleiðir og útsýnisstaðir þar sem æskilegt og / eða nauðsynlegt má telja að gripið verði til markvissrar mannvirkjagerðar og yfirborðsfrágangs til að forða sliti og skemmdum.
• Umfjöllun um bátaumferð og viðbúnað vegna útgerðar.
• Meðferð eldsneytis og spilliefna vegna starfsemi á þjónustusvæðinu.
• Ferskvatnsöflun, fráveita og sorphirða.
• Rafmagns- og fjarskiptaveitur.
• Í deiliskipulaginu er lögð áhersla á að útlit og yfirbragð mannvirkja verði samræmt og nýbyggingar og framkvæmdir lúti landslaginu og staðháttum

_ _ _

Site plan for Jökulsárlón
2013