Sæferðir og Narfeyrarstofa – Stykkishólmi
Tillögugerð 2006
Í tillögunni er gert ráð fyrir að nýta núverandi tanga í höfninni, þar sem áður voru svokallaðir Árnasteinar, undir byggingu sem hýsa mun afgreiðslu Sæferða og nýjan veitingastað Narfeyrarstofu.
Látlaus bygging á þessum stað skapar höfninni enn meiri sérstöðu en hún hefur í dag. Með góðu aðgengi að byggingunni og þaki hennar verður til áhugaverður staður og tækifæri skapast til að njóta hafnarsvæðisins á nýjan, óvenjulegan og spennandi hátt. Til verður nýr áfanga- og útsýnisstaður í líkingu við Bókhlöðuhöfða og Súgandisey.
Hér má skoða kynningarbækling á verkefninu:
Saeferdir_Stykkisholmur_GlamaKim_2006
_ _ _
Sæferðir Seatours and Narfeyrarstofa Restaurant – Stykkishólmur
Proposal 2006