Fjölbýlishús við Mýrargötu
2014
Mýrargata 26 er staðsett í líflegu umhverfi sem hefur fengið heitið Vesturbugt og er eitt af fjórum hafnarhverfum í nýju deiliskipulagi [Á1] Reykjavíkurborgar. Þetta er fyrsta íbúðarhúsið sem byggt er samkvæmt nýju deiliskipulagi borgaryfirvalda fyrir svæðið þar sem lögð er áhersla á fjölbreytni í blandaðri byggð íbúðarhúsnæðis og fyrirtækja.
Mýrargata 26 er sjö hæða lyftuhús með 68 íbúðum. Íbúðirnar eru fjölbreyttar að stærð og gerð, 65-150m² og 2-5 herbergja. Í byggingunni eru tveir stigagangar með þremur lyftum sem ganga niður í sameiginlegan geymslu- og bílakjallara á tveimur hæðum. Áður stóð á lóðinni frystihús og markaði stærð þess byggingarreit íbúðarhússins. Ljósgarður var settur í bygginguna miðja til að tryggja dagsbirtu í öllum íbúðum. Frá ljósgarðinum er sérinngangur til allra íbúðanna.
Íbúðirnar eru bjartar, með stórum útsýnisgluggum og svölum. Allir íbúar hússins og gestir þeirra geta auk þess notið útsýnis frá sameiginlegu þakgarðssvæði á sjöttu og sjöundu hæð hússins. Útsýnið er stórfenglegt, yfir gamla Vesturbæinn, hafnarsvæðið, til Esjunnar og fjallgarðsins, út Faxaflóann, og til Snæfellsnessjökuls á góðum dögum.
Ljósmyndir: © Nanne Springer
_ _ _
Mýrargata Apartment Building
2014
The 68 unit apartment complex is sited on harbourfront and one of four harbour neighbourhoods planned and developed by the municipality of Reykjavik in recent years. The building is placed on the western edge of a stretch that lines the old harbour and culminates in the Harpa Concert Hall at the eastern end.
Mýrargata is a seven story building placed on the footprint of an old fish freezing plant. The building is a perimeter block with and interior courtyard open to the elements. All apartment share the courtyard as a means of access to the individual units. The unit sizes vary from 65-150m² with two to five bedrooms. The apartments are bright and spacious. The shared rooftop garden enjoys splendid 360° views of the bustling harbour, the old city center, onto the bay and beyond to Snæfellsnesjökull.
Photographs: © Nanne Springer